Já það er ýmist í ökla eða eyra.
Sko, ég fékk yfir mig letikast og fór að lesa gamlar færslur á blogginu mínu. Fékk hláturskast við þá iðju því ég skrifa NÁKVÆMLEGA það sama aftur og aftur og aftur og aftur. Talandi um að tíminn gangi í hring. Ég var líka að krókna þegar það var slökkt á kyndingunni síðasta vor..... Já þessi síða er uppfull af einskisnýtum endurteknum og endurunnum hugsunum.
Annars held ég að tíminn myndi frekar spíral en hring. Er því vonandi komin ögn hærra en ég var síðasta vor þegar ég kvartaði undan vorkuldanum innandyra.