Bergrún
miðvikudagur, febrúar 28, 2007
 
Já þá held ég að vorið sé bara að sigla inn hér í Frakklandi. Það er farið að hlýna og sólin að skína þó svo að það komi úrhellisrigningar inn á milli. Il pleut des cordes eins og Frakkarnir segja en þetta mætti þýða lauslega þannig að það rigni tja köðlum....

Þó svo það sé farið að hlýna úti við þá hefur hitastigið í íbúðinni minni lækkað allverulega. Með auknum lofthita eykst nefninlega sparnaður Frakkanna sem deila íbúðinni með mér. Jafnvel þó hitinn fari enn jafnvel niður í frostmark yfir nóttina er búið að slökkva á kyndingunni hjá okkur. Þið hugsið nú kannski með ykkur hvaða gufa ég er að láta þetta yfir mig ganga, en sannleikurinn er sá að þrátt fyrir kvart og kvein og gnístan tanna þá kemur þessi sparnaður sér ágætlega :-) svo er ég lítið sem ekkert heima, sit bara í skólanum í upphituðu húsi.

Eitt fer nú samt í taugarnar á mér og meðleigjendunum líka en það er að heita vatnið er orðið mun kaldara núna eftir að kyndingin er horfin. Þetta hefur það í för með sér að við erum farnar að sjóða vatn í eldhúsinu til að velgja baðvatnið. Já ég er greinilega horfin aftur til fortíðar, lengra aftur en ég hef nokkru sinni farið áður.
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com