Nýr hugbúnaður, lengri tími, meira stress.... í bili
Búin í dag og búin á því, ótrúlegt hvað maður verður þreyttur á að sitja á rassinum og horfa út í loftið. Nú þarf ég ekki lengur að hlusta á bíbb bíbbb bíbbbbb allan daginn þegar ég er að próba heldur heyrast kirkjuklukkur þegar greiningin er búin.... ég veit varla hvort er betra, ég held ég eigi alltaf eftir að tengja kirkjuklukkur við örgreini héðan í frá.
Annars lítið í fréttum, Amsterdam á mánudaginn er helsta tilhlökkunarefni þessa dagana. Ég mun dvelja um vikutíma í Hollandi, kem svo heim og hef viku til að hlakka til heimsóknarinnar sem ég er að fá. Gaman þegar fólk sýnir lit og kemur í heimsókn. Hlakka til.
Farin heim að sjóða pasta mmmmmm