Bergrún
mánudagur, febrúar 05, 2007
 
Utrecht, Hollandi

Þá er ég búin að upplifa fyrstu klukkustundirnar í Hollandi. Þær lofa góðu og til að segja alveg satt þá væri ég meira en til í að búa hér í e-n tíma. Þessi borg er bara alveg frábær í alla staði sýnist mér. En.... það er ekki til fullkominn staður, helsti galli borgarinnar er að ég er gjörsamlega áttavilt hér. Kannski óréttlátt að kenna borginni um það en samt.... ég er því alvön að vera áttavillt svona til að byrja með en vanalega eftir smá rölt þá svona fær maður ákveðna tilfinningu fyrir hlutunum. Það var ekki að gerast hér. Það eru síki og kanalar um allt og litlar og sætar búðir meðfram þeim öllum og ég bara vissi ekkert í hvaða átt ég var að labba, aldrei. Komst nú samt á hótelið aftur og sit hér með þráðlausa netið á hótelherberginu og bíð eftir að komast aftur út, ætla að reyna að þræða mig aftur til baka í miðbæinn til að sjá Blood diamond myndina.

En aftur að upplifunum dagsins. Það helsta sem maður tekur eftir hér er hjólamenningin. Hjólafólkið rennur hér áfram eins og staumhörð á. Ég var skíthrædd um að verða fyrir hjólamanni, og þá ekkert endilega bara einum, því það eru bara heilu og hálfu fjölskyldurnar saman á einu hjóli hér. Frábært samgöngutæki! Ég held að krakkarnir hér séu ekki einu sinni orðnir eins árs þegar þeim er skellt upp á stírið á hjóli foreldranna. Varla farin að halda haus svei mér..... Tja kannski er ég að gera aðeins of mikið úr hlutunum núna.

Jæja kannski verð ég fyrir e-i áhugaverðri lífsreynslu á morgun eða næstu daga. Aldrei að vita nema ég deili henni með ykkur.
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com