Bergrún
miðvikudagur, mars 07, 2007
 
Það er sí og æ verið að benda mér á að ég hafi safnað að mér ófáum árum.

Ég var að kvarta yfir of miklu flandri á sjálfri mér og þá var glott að sagt já þú er líklegast farin að eldast.

Ég fékk stórt og mikið áfall yfir ákveðnum fréttum og þá var horft á mig stórum augum og sagt já maður verður betur var við alvöru lífsins þegar maður eldist.

Oftar en ekki er mér svarað á þessa leið þessa dagana. Samt held ég nú að 28 ár sé alls ekkert hár aldur þó maður geti verið búinn að upplifa ýmislegt og afreka enn fleira á þeim tíma. Mér líður yfirhöfuð alveg eins og þegar ég var átján ára og líklega leið mér þá eins og þegar ég var tólf (geng ekki alveg svo langt að segja átta). Ég er ekkert klárari við að gera skattaskýrsluna mína í dag heldur en ég var, ég nenni ekkert frekar að setja mig inn í Baugsmálið og get ekki enn þulið upp nöfn ráðherranna. Ég gæti tekið þetta nærri mér og verið ósátt við sjálfa mig fyrir að vera því sem næst ótækur þjóðfélagsþegn en ég geri það samt ekki (eða mjög sjaldan) og ætla mér ekki að hefja þá iðju.

Ég kann nefninlega svo margt annað, meðal annars að fara út í rigningu og njóta þess, að sjá fegurðina í því að moka holu og að vera á mörkum þess að verða hræðilega væmin... hehe. Jæja þetta kemur aldri ekkert við lengur. Í stuttu máli sagt þá ætla ég að halda áfram að varðveita í mér barnið þó fólk bendi mér á að aldurinn sé farinn að færast yfir þessa 28 ára síungu snót.
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com