Ég er á veiðum, fiska eftir kommentum og þarf þar af leiðandi að grafa djúpt í huga minn til þess að finna málefni sem vert er að kommenta á.
Ætla að velta upp spurningum um orðaskilgreiningar. Kunningi, vinur, sannur vinur. Hvernig flokkar maður fólk í þessa hópa, hvað þarf hver og einn að uppfylla til þess að lenda í hverju mengi fyrir sig og geta þessi mengi skarast? Getur fólk flakkað á milli eða er maður dæmdur endanlega við fyrstu kynni?
Nú hlægja þeir sem hlægja vilja, í öðrum hlakkar og við hin sem ekkert skiljum hristum hausinn. Mér finnst heldur súrt sem aðalritari þessarar síðu að vera í hópi þeirra fávísu.....
Fjöruskröggur þessu er beint til þín, ég vil fá vísbendingu númer tvö, og mundu nú að heilasellurnar mínar eru mjög uppteknar og því verða einföldustu gátur flóknar í mínum augum;-)