Ég veit ekki hvað ég á að halda, hér snjóar og snjóar! Ég sem er búin að monta mig af vorveðrinu hér síðustu daga. Það koma greinilega snembúin páskahret á fleiri stöðum en Íslandi. Kannski minnið bregðist mér en ég man ekki til þess að hér hafi fest snjó í borginni í allan vetur fyrr en núna, og vorið kemur formlega á morgun, 21. mars......
Ég verð að viðurkenna að ég er miklu tilbúnari að vera í snjó og slabbi á Íslandi í mars-apríl heldur en hér í Frakklandi. Verst er að ég er ekki í nokkru stuði til að gera það sem ég á að gera áður en ég legg í'ann heim á leið.
Best að hefjast handa og ákalla andann....