Jæja þá
Ég er mætt á klakann og búin að hafa það gott hér í nokkra daga. Búin að heilsa upp á vini og kunningja en eins og vanalega þá er dagskráin þéttskrifuð en það fer nú að hægjast um í næstu viku. Ég hef ekki frá neinu að segja, dagarnir hverfa einn af öðrum í Öskju og við Siggilitlislyddujeppi skautum um götur borgarinnar á sumardekkjunum.