Bergrún
mánudagur, mars 19, 2007
 
Jæja gott fólk, nóg er komið af stolnum setningum frá "merkismönnum fyrri alda". Nú er komið af sögum af sjálfri mér :-)

Ég hef verið á faraldsfæti síðustu helgar. Ég fór loksins og kíkti á stórborgina Lyon um daginn og sé ekki eftir þeirri heimsókn. Þetta er stórskemmtileg borg með leynistígum og tveimur ám sem er algjör lúxus, sérstaklega þar sem hér í Clermont er ekki ein einasta á og ég sakna vatnsins óskaplega. Ég var svo heppin að hafa "local guide" með mér og við hlupum um allt og skoðuðum og skoðuðum, enduðum svo á "traditional restauranti" og átum og drukkum eins og sönnum Frökkum sæmir. Eftir að hafa etið á okkur gat lá leiðin út á lífið og var það hin besta skemmtuna að sjá nýja staði og nýtt fólk, ekki alltaf þessa sömu gráu Clermontois..... sem eru nú vitanlega ekkert gráir. Kvöldið endaði svo á því að ég fékk gosdós í hausinn þegar við löbbuðum heim, já vinarhótin eru jafn mismunandi og "vinirnir" eru margir. Sem betur fer var þetta tóm dós og ég ákvað að taka þessu sem óviljaverki, punktur.

Núna um helgina fór ég svo til borgarinnar St Etienne sem er á milli Lyon og Clermont. Þar er vinkona mín staðsett sem hefur verið hér í Clermont síðustu árin. Það var ósköð notalegt að hitta hana og spjalla við hana um daginn og veginn og svo reddaði hún okkur hjólum og við hjóluðum allan laugardaginn. Það var alveg frábært dagur, við hjóluðum upp upp upp á fjall upp á fjallsins brún og runnum svo niður niður niður niður alveg niður næstum því á tún! Fórum sem sé að skoða tvær stíflur sem voru byggðar 1846 ef ég man rétt. Lónin voru bara nokkuð falleg og ég reyndi að vera jákvæði í garð stíflumannvirkja. Jæja á heimleiðinni gátum við svo látið okkur renna niður hæðina sem við paufuðumst upp fyrr um daginn og það væri sko alveg þess virði að koma sér þarna upp aftur til þess eins að láta sig renna niður aftur. Ég held að við höfum brunað niður í 10-15 mínútur, dásemdin ein :-)

Um kvöldið fórum við svo á írskan pub til að halda upp á St Patricks day. Hittum frönsk hjón, vinafólk vinkonunnar og kvöldið var bara mjög skemmtilegt í alla staði. Verst hvað maður angar af reykingarlykt þegar heim kemur. En svona er nú bara lífið.

Nú styttist óðum í heimkomuna, bara 3 dagar eftir til að klára það sem klára þarf, ákveða hvað er best að koma með heim í þessari ferð og pakka því niður. Klára að tæma ískápinn og fleira í þeim dúr, já það er alltaf gaman að þessum ferðalögum. Ef e-r á geislunarvél eða annað undratæki til að yfirtaka lestir, flugvélar og önnur "seinfara" samgöngutæki má sá hinn sami endilega hafa samband við mig, ég geri hvað sem er til að losna við þessi pintingartæki!!!

Bonne soirée a toutes et tous
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com