Bergrún
fimmtudagur, mars 01, 2007
 
There are several good protections against temptations, but the surest is cowardice. Þetta sagði eða skrifaði Mark Twain samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum.

Nú er illt í efni, það er hvorki jákvætt að vera huglaus né að standast engar freistingar. Ég ætla að taka þann pól í hæðina (hmm) að vera nógu huguð til að standast ekki freistingar. Ég held nefninlega að þegar við lítum aftur yfir lífið þá sjáum við ekki eftir neinu nema því sem við höfum ekki gert. Auðvitað gerir maður vitleysur annað slagið en þær fara bara í reynslubankann og sjaldnast sér maður nú eftir að hafa öðlast reynslu.

Jamm, stökkvum bara á draumana og hættum að velta okkur upp úr spurningum eins og á ég eða á ég ekki? Hvers vegna gerði ég þetta en ekki hitt? Látum vaða og hættum þessu hugleysi. Freistingar eru af hinu góða, flestar, eru þær ekki ákveðnir draumar? Það er allt hægt ,og þá meina ég ALLT, ef viljinn er fyrir hendi.

og jaaa þá er víst líka hægt að standast freistingarnar geri ég ráð fyrir og það ætti því að vera jákvætt ef maður vill það endilega, en nú er ég farin að tala í hringi. Þið gerið það sem þið viljið auðvitað, ég ætla að elta draumana og falla í freistingu /ar og telja mig mjög hugaða bara vegna þess að Mark Twain sagði að hugleysi væri besta vörn gegn því að falla í freistingu.

Áfram gakk
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com