Bergrún
föstudagur, apríl 27, 2007
 
Jæja þá í það sinnið

Mig langar í ferðalag, sjá og gera nýja hluti.

Annars lenti ég (eða réttara sagt kom mér í) í samræðum við múslíma um daginn. Sá hélt því fram að öll stríð heimsins væru peningum að kenna. Ég gat ekki setið á mér (eins og ég hefði átt að gera) og spurði hvort trúarbrögð spiluðu ekki oft stóra rullu í stríðsbraski líka. Ég var alls ekket að meina að það væri frekar hans trú en mín sem um væri að kenna en eftir að hafa misst þetta út úr mér mátti ég taka á mig allt mannfall í Írak og Afganistan síðustu ár, ég varð aðalstuðningsmaður Bush Bandaríkjaforseta og bara svei mér þá illskan uppmáluð. Stundum er betra að sitja á sér og segja ekki neitt.

Eftir að maðurinn var búinn að hella þessu yfir mig hélt hann ótrauður áfram og sagði mér hvað hann væri góður maður, það er ekki til illt í honum, ekki einu sinni örfáar skuggalegar hugsanir, allt hvítt og tært og hann fyrirgefur öllum allt. Já ætli mér hafi ekki verið fyrirgefin manndrápin í Fjarskanistan eftir allt saman.

Ég verð enn og aftur að vera ósammála þessum annars ágæta manni. Ég held að við eigum öll okkar skuggahliðar. Meirihluti mannkyns er góður en þrátt fyrir að við séum flest góðar manneskjur og samfélgasþegnar þá stend ég í þeirri trú að í okkur öllum berjist gott og vont. Líklegast eru þessi öfl ekki í sama hlutfalli í öllum og sumir eru betri/verri en aðrir (þó ég viti ekki alveg við hvað ég er að miða þegar ég segi þetta) en í bestu manneskju held ég að það blundi ætíð e-ð illt, alveg eins og í þeirri verstu má ávalt finna e-ð gott.

Til þess að sanna þetta (tja, það má deila um hvort þetta kallist sönnun) ætla ég að taka lítið heimatilbúið dæmi, niðurstöður óformlegarar könnunar sem ég hef framkvæmt í tveimur löndum. Fyrr á árinu (hvort sem það var á árinu 2007 eða skólaárinu 2006-2007) skrifaði ég aðeins um freistingar. Eftir þessi skrif gat ég ekki hætt að hugsa um tengsl drauma og freistinga svo ég fór að spyrja fólk hver þeirra sýn væri á þessi tvö orð. Heildarniðurstaðan var sú að draumar séu jákvæðir en freistingar neikvæðar. Öll eigum við okkur drauma og reynum að standast freistingar sem leiðir til þess að í okkur blundar gott og illt ;-)

Já röksemdafærsla okkar er ekki alltaf sú hin sama en ég er sátt við niðurstöðuna sem ég hef komist að hér á þessum föstudagseftirmiðdegi. Nú er eina spurningin sem eftir stendur ósvarða sú hvert ég fer í ferðalag, hvenær og síðast en ekki síst hvort af því verður.

Góða helgi gott fólk (og illt)
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com