Bergrún
laugardagur, maí 26, 2007
 
Jæja gott fólk, smá blogg um hversdaginn.

Það er svo margt skemmtilegt við að búa í "heitu löndunum". Ég vaknaði hress og kát í morgun klukkan rétt rúmlega átta þrátt fyrir að hafa undirbúið mig andlega til þess að sofa út til að vinna upp svefnleysi síðustu viku sem fór í að vaka yfir örgreininum. Þar sem ég var vöknuð og aldrei þessu vant ein í kotinu þá ákvað ég að byrja bara að þvo þvott. Þetta gerði ég svo fram að hádegi. Það sem er bloggvert í þessu er að þegar ég fer og tek inn af snúrunni er þvotturinn heitur, alveg eins og þegar maður tekur úr þurrkaranum heima á Klakanum :-) Já það er margt þægilegt hér á heitu slóðunum.

Ég lofaði sjálfri mér að vinna ekkert um helgina þrátt fyrir að verkefnalistinn sé langur og tíminn til að klára hann sé stuttur. Þess vegna ætla ég að fara með teppi og bók í göngutúr upp í garðinn á hæðinni. Tek með mér nesti og nóg af vatni og þar ætla ég að flatmaga með sólarvörnina við hliðinna á mér þar til bókinni verður lokið.

Hafið það sem allra best hvar sem þið eruð og hvað sem þið eruð að gera.
 
sunnudagur, maí 20, 2007
 
Jæja það kom að því að ég gerði eitthvað sem vert er að segja frá

Ég fór í mikla ævintýraferð í gær. Rétt áður en ég ætlaði að leggja af stað í skólann fékk ég truflun á msn-inu (því dýrðarinnartæki...) og mér var boðið með í ferð yfir í næsta "hrepp". Þar átti að fara í e-ð sem kallast Via ferrata og mér skildist að um væri að ræða svona tilbúna Tarzanleið á milli trjátoppa. Mér leist strax mjög vel á þetta og ákvað að skella kæruleysinu í botn og nota tækifærið.

Eftir um tveggja tíma akstur komum við á áfangastað. Og viti menn, Via ferrata hefur ekkert með tré að gera. Þetta er svona leið sem búið er að útbúa í snarbröttum klettum og jafnvel alveg lóðréttum. Maður er að vísu alltaf fastur við e-a línu og búið er að setja upp fullt af hjálpartækum þannig að ekki er um "pjúra" klifur að ræða en engu að síður þá eiginlega missti ég andlitið og svitnaði köldum svita við að sjá klettinn. Mér hefur aldrei verið vel við klifur og er stundum sjúklega lofthrædd svona fyrir þá sem ekki vita.

Ég ákvað að harka af mér og leigði klifurbelti og gekk af stað. Sagði eftir 3 mínútur við ferðafélagana að líklegast væri best að ég fylgdi þeim ekki eftir en lét þau tala mig inn á að koma með. Svo bara varð allt hræðilegra og hræðilegra. Það varð ómögulegt að snúa til baka og alveg ósjálfrátt fór ég að taka hörku "Elvis" þarna í klettunum. Titraði og skalf eins og Elvis á sviðinu forðum daga, geri ráð fyrir að hann hafi þó ekki verið með svo mikinn sviðsskrekk að dansinn hafi verið ósjálfráður eins og hjá mér í gær. Svo kom að því að ég fann mér litinn klettaskúta sem ég gat skriðið inn í og vá hvað mér leið vel þar. Held að ég hefði helst viljað halda þar til til æviloka. Sá samt að mér og að ég yrði að koma mér úr sjálfheldunni ein og sjálf. Á endanum komst ég í gegnum þessa þraut og svei mér ef það hefur ekki tekið töluvert á ferðafélagana að hafa svona skræfu í eftirdragi.

Á heildina litið er ég mjög ánægð með þennan dag. Loksins held ég að ég hafi náð jafnvægi milli þreytu á sál og líkama. Þetta var nákvæmlega það sem ég þrufti og í rauninni held ég að ég ætti að koma mér oftar í þessar aðstæður. Vanalega hefur maður að bjarga sér, það hefur tekist hingað til og ég sé ekki hvers vegna það ætti ekki að ganga í næstu skipti líka.

Daginn enduðum við í smá kofa uppi á nýju fjalli þar sem borðuð var 3 rétta máltið og herlegheitunum skolað niður með rauðvíni.

Ps. líklega hef ég sjaldan orðið svona hrædd því í alla nótt var ég í mikilli lífshættu við það að koma í veg fyrir fall fram af björgum.....
 
föstudagur, maí 18, 2007
 
Jæja þessi þrúgandi þögn gengur víst ekki lengur. Mér sýnist þó að það sé komið í tísku í bloggheiminum að hafa hljótt um sig þannig að ég virðist bara vera á sama róli og tískan einu sinni.

Ég stend á haus í alls konar kúnstum, er komin með illt í augun af ofhorfi á Greys Anatomy (búin að horfa á 2 seríur á viku held ég og það tók sko á, ég er ósofin og með kassaaugu). Það helsta sem ég er að gera er undirbúningur fyrir Stokkhólmsferðina sem verður eftir 2 viku OMG bara tvær vikur....

Sumari er farið í frí, hér er bara búið að rigna síðustu daga og já ég hef ekkert að segja og hef þess vegna ekki sagt neitt síðustu tvær vikurnar.

Best að fara bara heim og leggja sig.
 
föstudagur, maí 04, 2007
 
Einu sinni fyrir langalöngu var ég búin að ákveða að gifta mig en eiginmanns efnið vildi ekki giftast snót með naglalakk í mismunandi litum á hverjum fingri. Síðan ég varð fyrir þessu mikla áfalli hef ég varla snert naglalakk en þessa dagana er ég að komast yfir þetta og hef hafið þá iðju að lita táneglurnar. Þori ekki enn að ganga svo langt að setja lakk á fingurnar. Dáist bara að tánum í laumi.

Góða helgi
 
miðvikudagur, maí 02, 2007
 
Sveskjur

Mér datt það til hugar um helgina að elda mér sveskjugraut og heppnaðist það alveg hreint ljómandi vel. Ég er að verða þvílíkur kokkur þykir mér stundum. Eitt vefst þó enn fyrir mér í eldamennskunni og það er að ná að útbúa rétt magn. Ég hlýt að hafa átt mjög stóra fjölskyldu í fyrr lífi vegna þess að ég ræð ekki við að elda nema fyrri rúmlega vísitölufjölskyldu. Þetta hefur svo í för með sér að í hverst skipti sem ég elda (fyrir mig eina) þá þarf ég að jappla á sömu tuggunni næstu vikuna. Hugsið ykkur hversu vanhugsað það var að skella í sveskjugrautinn!

Svo ég snú mér að öðrum málum þá er ég farin að hafa áhyggjur af því hversu frönsk ég er að verða í hugsun. Núna rétt í þessu hnerraði ég ótt og títt og um leið og ég hafði lokið mér af hrundi eitt lítið og pent "pardon" af vörum mér. Svona lagað gera Íslendingar ekki ,er það nokkuð?

Svo að lokum ætla ég að deila því með ykkur að ég er búin að seinka heimför í sumar, kem ekki fyrr en á miðnætti föstudaginn 22. júni. Ánægð með það en líklega verður "sumarfríið" með styttra móti þetta árið.

Og enn að lokum eina sultan sem til er á heimilinu er plómusulta...
 
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com