Einu sinni fyrir langalöngu var ég búin að ákveða að gifta mig en eiginmanns efnið vildi ekki giftast snót með naglalakk í mismunandi litum á hverjum fingri. Síðan ég varð fyrir þessu mikla áfalli hef ég varla snert naglalakk en þessa dagana er ég að komast yfir þetta og hef hafið þá iðju að lita táneglurnar. Þori ekki enn að ganga svo langt að setja lakk á fingurnar. Dáist bara að tánum í laumi.
Góða helgi