Jæja þessi þrúgandi þögn gengur víst ekki lengur. Mér sýnist þó að það sé komið í tísku í bloggheiminum að hafa hljótt um sig þannig að ég virðist bara vera á sama róli og tískan einu sinni.
Ég stend á haus í alls konar kúnstum, er komin með illt í augun af ofhorfi á Greys Anatomy (búin að horfa á 2 seríur á viku held ég og það tók sko á, ég er ósofin og með kassaaugu). Það helsta sem ég er að gera er undirbúningur fyrir Stokkhólmsferðina sem verður eftir 2 viku OMG bara tvær vikur....
Sumari er farið í frí, hér er bara búið að rigna síðustu daga og já ég hef ekkert að segja og hef þess vegna ekki sagt neitt síðustu tvær vikurnar.
Best að fara bara heim og leggja sig.