Jæja gott fólk, smá blogg um hversdaginn.
Það er svo margt skemmtilegt við að búa í "heitu löndunum". Ég vaknaði hress og kát í morgun klukkan rétt rúmlega átta þrátt fyrir að hafa undirbúið mig andlega til þess að sofa út til að vinna upp svefnleysi síðustu viku sem fór í að vaka yfir örgreininum. Þar sem ég var vöknuð og aldrei þessu vant ein í kotinu þá ákvað ég að byrja bara að þvo þvott. Þetta gerði ég svo fram að hádegi. Það sem er bloggvert í þessu er að þegar ég fer og tek inn af snúrunni er þvotturinn heitur, alveg eins og þegar maður tekur úr þurrkaranum heima á Klakanum :-) Já það er margt þægilegt hér á heitu slóðunum.
Ég lofaði sjálfri mér að vinna ekkert um helgina þrátt fyrir að verkefnalistinn sé langur og tíminn til að klára hann sé stuttur. Þess vegna ætla ég að fara með teppi og bók í göngutúr upp í garðinn á hæðinni. Tek með mér nesti og nóg af vatni og þar ætla ég að flatmaga með sólarvörnina við hliðinna á mér þar til bókinni verður lokið.
Hafið það sem allra best hvar sem þið eruð og hvað sem þið eruð að gera.