Bergrún
miðvikudagur, maí 02, 2007
 
Sveskjur

Mér datt það til hugar um helgina að elda mér sveskjugraut og heppnaðist það alveg hreint ljómandi vel. Ég er að verða þvílíkur kokkur þykir mér stundum. Eitt vefst þó enn fyrir mér í eldamennskunni og það er að ná að útbúa rétt magn. Ég hlýt að hafa átt mjög stóra fjölskyldu í fyrr lífi vegna þess að ég ræð ekki við að elda nema fyrri rúmlega vísitölufjölskyldu. Þetta hefur svo í för með sér að í hverst skipti sem ég elda (fyrir mig eina) þá þarf ég að jappla á sömu tuggunni næstu vikuna. Hugsið ykkur hversu vanhugsað það var að skella í sveskjugrautinn!

Svo ég snú mér að öðrum málum þá er ég farin að hafa áhyggjur af því hversu frönsk ég er að verða í hugsun. Núna rétt í þessu hnerraði ég ótt og títt og um leið og ég hafði lokið mér af hrundi eitt lítið og pent "pardon" af vörum mér. Svona lagað gera Íslendingar ekki ,er það nokkuð?

Svo að lokum ætla ég að deila því með ykkur að ég er búin að seinka heimför í sumar, kem ekki fyrr en á miðnætti föstudaginn 22. júni. Ánægð með það en líklega verður "sumarfríið" með styttra móti þetta árið.

Og enn að lokum eina sultan sem til er á heimilinu er plómusulta...
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com