Bergrún
Jæja gott fólk
Þá er dótið að verða komið ofan í kassa og ferðatöskur. Búin að leigja flutningabíl og fá panikkast yfir að keyra hann í franskri umferð. Held samt að þetta blessist allt á morgun.
Svo er vika eftir sem fer vonandi í gönguferð í Cantal. Sjáum til hvernig veðrið verður, ég er orðin svo frönsk að ég fer ekki út í hvaða veður sem er
Jæja þá
Nú er ég komin aftur "heim" frá Svíþjóð og er byrjuð að pakka niður búslóðinni. Það styttist víst í það að ég yfirgefi enn eina íbúðina hér í Frakklandi. Ég sem hef búið á tveimur stöðum allt mitt líf á Íslandi hef búið í 4 íbúðum í Frakklandi, greinilega meiri stöðugleiki heima á Fróni!
Stokkhólmur er ljómandi falleg borg og ég væri bara alveg til í að flytja þangað einn daginn, verst að mig langar að flytja til allra borga sem ég heimsæki þessa dagana.
Er með eldspýtur til að halda augunum opnum, kemst vonandi heim um átta í kvöld eftir 3 daga próbtörn.
Hlakka til að sjá ykkur öll
Keypti mér koffort í morgun.
Skráði mig í Jónsmessuhlaupið 23. júní. Þar ætla ég að hlaupa 10 km og stefnan er sett á að hlaupa á 50-60 mínútum. Jamm ég veit að markið er ekki sett hátt en þarna verður það engu að síður.
Skora á sem flesta að hlaupa með mér, ekkert endilega 10 km en þetta kvöld verður hægt að fara 3, 5 og 10 km.
Ekki er nú hægt að segja að það sé mikið um að vera á þessu bloggi mínu þessa dagana. Ég held að það sé komið sumarfrí! Þetta er held ég fyrsta sumarið sem ég geri ekkert nýtt, held bara áfram að vinna að því sem ég er að gera. Þetta hefði átt að gerast í fyrra en þá var Afríkuferð til að brjóta upp hversdagsleikann. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þessa þróun, sé ekki heldur fram á að fara í neitt frí og veit því ekki hvernig ég mun þrauka næsta vetur, kannski ég fari bara í almennilegt haustfrí næsta haust eða jafnvel í október/nóvember?
Ég er að fara til Svíþjóðar á mánudaginn og verð þar til laugardags. Svo mun ég nota tvær vikur í viðbót til að dunda mér við örgreinisvinnu og flutninga og vonandi kemst ég í 4 daga göngu um Cantal héraðið. Svo tekur við feltvinna á Íslandi. Já svona lítur sumarið út hjá mér.
Langar að finna fólk í gönguklúbb í sumar og svo er stefnan enn sett á hálfmarþon í Rvk..... ég sem dríf varla 10 km enn! En ég guggnaði á Parísarhlaupinu og lofaði mér þá að ágúst 2007 yrði mánuðurinn. Það er enn mögulegt en til þess verð ég að fara að taka mig á!!!
Jæja ég hef ekkert að segja ykkur.
Til hamingju með átta ára afmælið kæra systurdóttir :-)