Jæja þá
Nú er ég komin aftur "heim" frá Svíþjóð og er byrjuð að pakka niður búslóðinni. Það styttist víst í það að ég yfirgefi enn eina íbúðina hér í Frakklandi. Ég sem hef búið á tveimur stöðum allt mitt líf á Íslandi hef búið í 4 íbúðum í Frakklandi, greinilega meiri stöðugleiki heima á Fróni!
Stokkhólmur er ljómandi falleg borg og ég væri bara alveg til í að flytja þangað einn daginn, verst að mig langar að flytja til allra borga sem ég heimsæki þessa dagana.
Er með eldspýtur til að halda augunum opnum, kemst vonandi heim um átta í kvöld eftir 3 daga próbtörn.
Hlakka til að sjá ykkur öll