Þá ber til tíðinda í lífi mínu.... ef tíðindi skildi kalla. Ég er búin að fjárfesta í flugmiða enn eina ferðina. Held út til Clermont 24. október og kem aftur heim 21. des ef allt fer eins og ég hef planað.
Nú er bara að bíða og sjá hvort ég fái ekki íbúð upp í hendurnar svona án mikillar fyrirhafnar eins og síðustu ár. Það væri nú óskandi.
Ég er gjörsamlega dottin úr bloggfílingnum. Finnst frá fáu að segja og hef annað við tímann að gera en að sitja og hugsa upphátt ef svo má segja.
Annars get ég frætt ykkur um það að ég er komin á nýja skrifstofu í Öskju, komin með mitt eigið borð og get haldið bókhald yfir klósettferðir starfsmanna. Ekki amalegt það ;-) Geri ráð fyrir að prenta út e-r skemmtilegar myndir til að hafa hald á eirðarleysinu sem stundum heltekur mig.
Held ég skelli mér í pottinn í kvöld