Ég er gjörsamlega dottin úr bloggfílingnum. Finnst frá fáu að segja og hef annað við tímann að gera en að sitja og hugsa upphátt ef svo má segja.
Annars get ég frætt ykkur um það að ég er komin á nýja skrifstofu í Öskju, komin með mitt eigið borð og get haldið bókhald yfir klósettferðir starfsmanna. Ekki amalegt það ;-) Geri ráð fyrir að prenta út e-r skemmtilegar myndir til að hafa hald á eirðarleysinu sem stundum heltekur mig.
Held ég skelli mér í pottinn í kvöld