Jæja gott fólk
Nú er ég mætt til Frakklands og ég er búin að ákveða að þetta verður í næst síðasta sinn sem ég kem hingað til að búa hér. Ég kem heim um jólin, fer út aftur eftir jól og kem svo heim til að vera heima. Komin með upp í kok af þessum þeytingi (í bili í það minnsta).
Annars er lífið hér að taka á sig mynd á ný. Ég er búin að finna mér íbúð í um 15 mín göngufjarlægð frá skólanum, ósköp mikið hreysi en ágætlega stór og sæmilega hreinleg á þriðju hæð (það verður fjör að koma dótinu mínu upp stigana úffffff......). Hún er heldur dýr en ég ætla bara að neita mér um internetið heima og vera dugleg að vinna út í eitt þannig að það verður ekkert mál.
Ég fór í gær í nokkurskonar próf, e-ð svona dæmi um það hvernig verkið gengur og slíkt, og mér tókst að "móðga" Frakkana með því að virða ekki þeirra reglur o.s.frv. Þeir voru sem sé ekki ánægðir með að ég ætla að klára í júní 2009!! Ég hefði svo sem alveg getað logið að þeim að ég ætlaði að klára fyrr en ég sé ekki hverju það hefði breytt. Jæja ég reyni að vera eins fljót og ég get, enda er það allra hagur. Glætan að ég nenni að vera í þessu námi um ókomin ár ;-)
Fleira verður það ekki héðan frá Clermont á gráum, köldum haustlaugardegi.