Bergrún
föstudagur, nóvember 30, 2007
 
Jarðskjálfti við Martinique

Ég veit að þetta er ekkert fyndið en ég gat nú varla annað en brosað út í annað yfir fréttunum í morgun. Það varð sem sé jarðskjálfti í gærkvöldi, annsi harður að vísu. Það dó enginn sem betur fer (nema ein kona sem fékk hjartaáfall en það hefði svo sem getað gerst hvenær sem var) og aðeins nokkrir særðust. Einn (nú eða ein, veit ekki hvort kynið var svona svo femínistar fari ekki að taka mig í gegn líka) vegna þess að í panikinu í skjálftanum ákvað hann að stökkva út um gluggann á íbúðinni sinni.......
 
fimmtudagur, nóvember 29, 2007
 
Jafnrétti

Hef aðeins fylgst með umræðu um Silfur Egils og vöntun á konum í þættinum síðustu daga. Ég er alveg fylgjandi því að konur fái að segja sína skoðun og vil auðvitað jafnrétti okkur til handa. En ég er greinilega ekki feministi, mér finnst það bull og vitleysa að ætla að taka á muni kynjanna í fjölmiðla þætti, vandinn liggur ekki þar heldur í þjóðfélaginu sjálfu. Það er bara út í hött að gefa konum meira vægi í fjölmiðlaþætti heldur en samfélagið sýnir. Það er ekki jafnrétti heldur "kvenrétti".

Auðvitað er fínt að hafa lög sem segja að það eigi að ráða konu ef tveir umsækjendur sem standa jafnt og það hallar á konur í stéttinni, en hvað er gaman við það að vera karl og vita það að ef það er kona sem sækir um líka þá sé nánast öruggt að hann fái starfið ekki?

Hmm það er greinilega erfitt að koma á fullkomnu jafnrétti, efast um að það takist nokkurn tíman en ég held að þetta femínista hjal um Silfur Egils eigi ekki rétt á sér. Þar hafið þið það góðir hálsar, mín skoðun á málinu.
 
þriðjudagur, nóvember 27, 2007
 
Gleymdi að hneykslast á einu í morgun og það brennur mjög á mér.

Fór í trilljón skipti til sjúkraþjálfara í sumar og það er sko ekkert ókeypis. Sótti um sjúkrastyrk og fékk, en styrkurinn er að hámarki 15000 yfir árið (sem er rétt fyrir 7 skiptum). Hvað kom svo í ljós, það þarf að borga skatt af þessu þannig að ég fékk heilar 9460 krónur!!!!

Já ég veit ég er vanþakklát en hnusss samt.
 
 
Mikið eruð þið heppin sem enn hafið ekki komið til Parísar :-) Þið eigið dásamlegustu borg í heimi eftir. Helgin var frábær í einu orði sagt.

Ég mætti á staðinn á föstudagskvöldinu og fékk gistingu hjá vini úr DEA náminu hér í Clermont. Fór með honum að hitta vini hans í fjórða hverfi, hverfinu þar sem allir "sætu strákarnir" halda sig. Þarna hitti ég sko vel gay drengi og hló dátt með þeim. Fór svo með þeim á fyrsta hommabar sem ég hef farið á og það var undarleg upplifun, fullur staður af strákum sem bara sáu mann ekki en góndu samt stóreygðir á mig og veltu fyrir sér hvaða erindi ég ætti þangað inn.

Á laugardeginum fór ég með vini vinar míns að versla og skellti mér svo á West Side Story í Theatre de Chatelet. Sá að vísu bara helming verksins þar sem ég var þannig staðsett að einungis helmingur sviðsins var sýnilegur, sem betur fer bárust lögin um allt svo ég gat fylgst með og ímyndað mér það sem ég ekki sá. Mjög gaman þrátt fyrir allt. Eftir sýninguna hitti ég vin minn og enn einn vin hans og við fórum á ótrúlega skemmtilegan stað, best að skrifa nafnið hér svo ég muni það seinna meir, La Merle Moqueuse, í 13 hverfi nálægt Place d´Italie og ein gatan nærri barnum er Rue de Puoy (man það vegna þess að hér eru Puy um allt hehe).

Sunnudagurinn fór í dásamlegt Parísarrölt, kakódrykkju á kaffihúsum og bara dásemdina eina. Kíkti á Monmartre, gekk að Óperunni og í Tuilieregarðana. Skoðaði á jólaútstillingarnar í stóru búðunum og tók svo lestina heim til Clermont þar sem 12 stiga hiti tók á móti mér í íbúðinni.´

Síðan ég kom heim hef ég verið að frjósa þrátt fyrir að ég skilji ofninn eftir í gangi heima hjá mér, skólinn hlýtur að vera að spara, hér er óendanlega kallt þrátt fyrir milt veður úti.

Nóg um Parísarferð, nú þarf smá umræðu um daglegt líf. Ég hef töluverðar áhyggjur af því að þvottavélin mín lendi í íbúðinni á hæðinni fyrir neðan. Þegar hún vindur þá titrar gólfið í herberginu hennar og skelfur, haldið þið að það geti verið að þetta sé bara e-r smá planki sem hangir af gömlum vana? Ég þori varla lengur að þvo, sýnist svei mér þá vera sprungur á milli veggjar og gólfs.

Og svo að lokum, hvað á þessi dýra evra að þýða? Ég sem hef haldið aftur af mér að mestu við jólagjafakaup og svo er evran bara orðin rándýr......

Segjum þetta gott í bili, hlakka til að sjá ykkur öll eftir rétt rúma 20 daga (24 til að hafa þetta nákvæmt, veit samt ekki hvort ég muni endilega heilsa upp á línuna um leið og ég lendi hehe).
 
miðvikudagur, nóvember 21, 2007
 
Tvær örsögur:

Döðluát eða/og ormaát
Keypti mér döðlur og gæddi mér á þeim af innlifun þar til ég fann orm í einni og svo annarri stuttu seinna. Hægði á döðluátinu en vegna þess hve ég er sólgin í þær get ég ekki hent þeim og látið alveg í friði, ormar=prótein sem er gott þegar maður er latur við að steikja sér kjöt til átu.

Frakkar og verkföll
Eins og flestir vita logar hér allt í verkföllum. Í gær vissi ég varla hvernig ég átti að hegða mér þegar allt í einu varð rafmagnslaust hér í skólanum. Þetta getur alltaf komið fyrir en orðrómurinn á ganginum var sá að verfallssinnar hafi tekið rafmagnið af! Ég varð mjög egósentrísk og skildi ekki hvers vegna franskir verkfallssinar væru að taka biturð sína út á MÉR, alsaklausri íslenskri snót sem þurfti að nota rafmagnstæki langt fram á nótt. Tapaði níu tíma vinnu (sem betur fer bara tímanum sem ég hefði getað unnið en ekki unnum tímum, þ.e. tapaði engum gögnum).

Já svona var nú það.
 
þriðjudagur, nóvember 20, 2007
 
Ahhhhh hér er farið að hlýna.

Við erum sem sé komin úr Síberíubjálkakofanum sem hefur hangið yfir borginni síðustu vikur. Það voru alveg 15 gráður í íbúðinni þegar ég vaknaði í morgun þannig að þetta er allt að tosast upp á við. Það er ekki bara ég sem hef fundið fyrir kuldanum hér síðustu daga því um það hefur verið rætt í útvarpinu (en þessa dagana er útvarpið eina dundið sem ég hef heima hjá mér á morgnanna og kvöldin þannig að við erum orðin fremur náin og svei mér ef franskan mín verður ekki formleg fljótlega sem er nú betra en bölvað slangrið sem meðleigendurnir kenndu mér í fyrra). En sem sé nú er þessu lokið og ég get hætt að fara í föðurlandinu í vinnuna, var virkilega farin að hugsa um að klæða mig eins og í feltinu á Íslandi.......

Hvað er fleira í fréttum, hér logar allt í verkföllum en ég ætla ekki að láta það á mig fá og skella mér í Parísarferð um næstu helgi, vona bara að verkföllum verði lokið (eða í það minnsta frestað á meðan ég kem mér til og frá borgarinnar, í borginni get ég alveg rölt um allt).

Af vinnunni er það að frétta að ég próba og próba á hinu hundraðinu og fólk hér er hætt að leita að mér á skrifstofunni heldur kemur beint inn í próbherbergið! Sem sé allt á fleigiferð fram á við og með þessu áframhaldi mun ég hafa lokið öllum greiningum fyrir jólin og þá er ekkert sem kemur í veg fyrir það að túlkun gagna geti hafist fyrir alvöru. Já ég er sem sé farin að sjá fram á upphaf túlkunar og ritun doktorsritgerðar þrátt fyrir að ég sjái nú alls ekki glitta í lok verkefnisins.

Jamm svona er nú lífið í Clermont í dag góðir hálsar.
 
föstudagur, nóvember 16, 2007
 
Kuldi og aftur kuldi, ætlar þetta engan enda að taka?

Sá á moggabloggi í dag hjá Púkanum þessa klausu:

"Sjáið til dæmis þetta lyklaborð hér. Það lítur ósköp venjulega út, en er sérstakt fyrir þær sakir að það er með innbyggða hitara í hnöppunum. Já, það er hægt að skrifa á borðið og hlýja sér á fingurbroddunum samtímis."

Púkinn er svo með mynd af þessu fína lyklaborði og svo finnst honum þetta undarleg uppfinning og heldur að það séu einungis þeir sem vélrita í snjóhúsum sem þurfa á svona löguðu að halda. Ég vildi glöð vera með eitt svona lyklaborð.

Svo held ég líka að ég fari að stunda prjónaskap, vildi glöð eiga ullarpils og ullarteppi og ullar sjal og bara allt úr ull. Hef á tilfinningunni að ég hafi verið einn frostklumpur síðan ég flaug burt af "Klakanum". Hlakka til jólanna, auðvitað verður gaman að sjá alla og jólin og svona en aðal tilhlökkunin á þessari stundu er að geta staðið innan dyra án trefils og að vera bara nokkuð afslöppuð en ekki í kuldakeng.

Jólagjöfin í ár er sem sé lyklaborð með hita í tökkunum (samt ekki.....)
 
 
Ég er að fara í ferðalag eftir 2 vikur :-) Var að fjárfesta í flugmiða til Toulouse, hver nennir að leigja bíla eða taka lestir, hér er ekkert betra en flugvél. Tekur 1 klst (2 ef meðtalinn tíminn á flugvellinum) í stað 8 tíma í lestinni eða 5 tíma í bíl :-)

Svo ætla ég að fara til Lyon helgina þar á eftir til að skoða jólaljósin en í desember er sérstakt ljósasjó í borginni hefur mér skilist.

Það besta við þessi ferðalög er að ég mun hitta skemmtilegt fólk sem ég þekki í báðum borgunum.
 
fimmtudagur, nóvember 15, 2007
 
Hér fór að snjóa í morgun og það var bara frekar jólalegt að horfa út á þakið mitt en það er það eina sem ég sé út um gluggann, þak og svo hlaðinn steinveggur án glugga.

Geri ekki ráð fyrir að snjóinn festi en þetta var ágætis tilbreyting frá gráum hversdagsleikanum.

Fólk hér er ánægt þar sem allt verður hvítt og fínt og hundaskíturinn sést ekki lengur, ég persónulega vil frekar sjá hann svo ég geti sveigt framhjá.
 
þriðjudagur, nóvember 13, 2007
 
Ég hélt á tímabili að ég væri kuldaskræfa. Til að ganga úr skugga um hvort svo væri eða ekki keypti ég mér innihitamæli á 2 evrur í gær. Stillti honum upp á ágætum stað, fjarri gluggum og ofnum til að fá sæmilega óskekkta mynd af hitastigi íbúðarinnar. Varði smá tíma í að testa hann með því halda um hann og sjá hvort kjarakaupin virkuðu ekki örugglega, sem þau gerðu.

Stökk á fætur í morgun án þess að láta "ímyndaðan" kulda tefja mig (eins og vill stundum gerast hér... tja og stundum annars staðar líka verð ég að viðurkenna) og leit á hitamælinn og hvað haldið þið að hann hafi sýnt?

Heilar fjórtán gráður. Já segi það og skrifa fjórtán, og fyrir þá sem skilja betur tölur en skrifuð orð þá læt ég það fljóta hér með: 14° hiti innandyra í forsælu og skjóli.

Svei mér þá ef ég er ekki farin að haga mér full mikið eins og nískupúkarnir í Frakklandi, ég bý nú einu sinni í héraðinu sem er þekkt um allt Frakkland fyrir nísku og nirfilshátt!
 
mánudagur, nóvember 12, 2007
 
Jæja gott fólk

Hvað haldið þið að ég hafi verið að gera í þessum töluðu orðum?

Ég var að afþakka bíl á 2200 evrur. Ég veit ekki hvort það var rétt af mér eða ekki en eftir töluverða spekulerasjón ákvað ég að leggja frekar 1000 evrur til hliðar í það að leigja bíl þegar ég þarf á að halda. Þetta var ótrúlega erfið ákvörðun en svona var það nú samt.

Vona að ég muni ekki sjá eftir þessu og eins og mér var bent á þá er bara að standa við það að leyfa sér þann munað að leigja bíl þegar mig langar :-)
 
föstudagur, nóvember 09, 2007
 
Lítið að frétta héðan frá Francelandi. Ég bara vakna, borða, vinn og sef. Reyni að rugla röðinni til að brjóta upp hversdagsleikann :-)

Annars var ég með brjálaða heimþrá sem ég er nú að mestu komin yfir, undarlegt hvað höfuðið á manni er e-ð ómeðfærilegt stundum.

Ég er sem sé búin að koma mér ágætlega fyrir í íbúðinni minni og þetta er í fyrsta skipti sem ég er með þvottahús. Að vísu er svo lágt til lofts þar að ég get ekki sett þurrkgrindina þar inn en það kemur ekki að sök því það er enginn ofn þar inni svo ekki get ég þurrkað fötin mín þar þó svo að óhreinu fötin fljúgi þar inn og þvottavélin taki ánægð á móti þeim. Nú er ég búin að finna út aðfert til að þurrka fötin í (að mestu) ókynntri íbúð. Set auðvitað ofninn í minnsta herberginu á fullt og loka og mynda míkróklíma á klósettinu......

Jæja þetta heitir að blaðra út í bláinn um ekki neitt. Best að koma sér að verki.

Góða helgi :-)

PS. hef ekki horft á þátt síðustu tvö kvöld.... aldrei að vita nema serían endist út nóvember eftir allt saman.
 
þriðjudagur, nóvember 06, 2007
 
....talandi um sjálfsstjórn og staðfestu..... horfði á 4 þætti í gærkvöldi, var búin að slökkvar eftir tvo en hafði fyrir því að kveikja aftur á tölvunni til að horfa á einn í viðbót og þeir urðu svo tveir ;-)

Þar sem þetta er farið að vaxa svona hratt (1, 2, 4) þá kæmi mér ekkert á óvart þótt 8 þættir lægu í valnum fyrir nóttina í nótt ;-) Vona nú samt ekki

Ótrúlegt hvað manni lýður vel eftir alls konar óþægindi, þ.e. þegar þau eru frá, líkaminn fer í e-a vímu bara.....
 
mánudagur, nóvember 05, 2007
 
Góðan dag

Ég er búin að vera á hlaupum í allan dag að sækja um húsaleigubætur og skrá mig í skólann, ágætis tilbreyting! Annars keypti ég mér bara heila sjónvarpsseríu á laugardaginn til að hafa e-ð að dunda mér við á kvöldin. Lofaði sjálfri mér að horfa bara á einn þátt í einu svo serían dugi út nóvember en á öðru kvöldi sprakk ég og horfði á tvo þætti.... nú er að sjá hvernig þetta fer í kvöld, á þriðja kvöldi ;-)

Segjum þetta gott í dag
 
föstudagur, nóvember 02, 2007
 
Takk fyrir afmæliskveðjurnar, það er alltaf gaman að fá kveðjur.

Deginum var að mestu eytt hér í skólanum en þó fór ég í bíó, sá Cassandra´s Dream, nýju Woody Allen myndina sem var bara alveg þokkaleg. Svo fór ég út að borða á Mexikönskum veitingastað hér í borg. Restum dagsins var svo varið í að koma sér að mestu fyrir í íbúðinni margumtöluðu. Nú er ég sem sé næstum búin að koma mér fyrir, fékk lánaða teskeið í kantínunni til langtímaláns í dag þar sem ég á enga slíka...... já ég veit ekki alveg hvenær langtímalán er langtímalán og hvenær stuldur :-/

Hef ekkert fleira að segja, helginni verður eitt í sjóveiki við smásjárnar. Vona að þið skemmtið ykkur fyrir mig um helgina :-)

Góða helgi
 
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com