Ahhhhh hér er farið að hlýna.
Við erum sem sé komin úr Síberíubjálkakofanum sem hefur hangið yfir borginni síðustu vikur. Það voru alveg 15 gráður í íbúðinni þegar ég vaknaði í morgun þannig að þetta er allt að tosast upp á við. Það er ekki bara ég sem hef fundið fyrir kuldanum hér síðustu daga því um það hefur verið rætt í útvarpinu (en þessa dagana er útvarpið eina dundið sem ég hef heima hjá mér á morgnanna og kvöldin þannig að við erum orðin fremur náin og svei mér ef franskan mín verður ekki formleg fljótlega sem er nú betra en bölvað slangrið sem meðleigendurnir kenndu mér í fyrra). En sem sé nú er þessu lokið og ég get hætt að fara í föðurlandinu í vinnuna, var virkilega farin að hugsa um að klæða mig eins og í feltinu á Íslandi.......
Hvað er fleira í fréttum, hér logar allt í verkföllum en ég ætla ekki að láta það á mig fá og skella mér í Parísarferð um næstu helgi, vona bara að verkföllum verði lokið (eða í það minnsta frestað á meðan ég kem mér til og frá borgarinnar, í borginni get ég alveg rölt um allt).
Af vinnunni er það að frétta að ég próba og próba á hinu hundraðinu og fólk hér er hætt að leita að mér á skrifstofunni heldur kemur beint inn í próbherbergið! Sem sé allt á fleigiferð fram á við og með þessu áframhaldi mun ég hafa lokið öllum greiningum fyrir jólin og þá er ekkert sem kemur í veg fyrir það að túlkun gagna geti hafist fyrir alvöru. Já ég er sem sé farin að sjá fram á upphaf túlkunar og ritun doktorsritgerðar þrátt fyrir að ég sjái nú alls ekki glitta í lok verkefnisins.
Jamm svona er nú lífið í Clermont í dag góðir hálsar.