Ég er að fara í ferðalag eftir 2 vikur :-) Var að fjárfesta í flugmiða til Toulouse, hver nennir að leigja bíla eða taka lestir, hér er ekkert betra en flugvél. Tekur 1 klst (2 ef meðtalinn tíminn á flugvellinum) í stað 8 tíma í lestinni eða 5 tíma í bíl :-)
Svo ætla ég að fara til Lyon helgina þar á eftir til að skoða jólaljósin en í desember er sérstakt ljósasjó í borginni hefur mér skilist.
Það besta við þessi ferðalög er að ég mun hitta skemmtilegt fólk sem ég þekki í báðum borgunum.