Bergrún
þriðjudagur, nóvember 13, 2007
 
Ég hélt á tímabili að ég væri kuldaskræfa. Til að ganga úr skugga um hvort svo væri eða ekki keypti ég mér innihitamæli á 2 evrur í gær. Stillti honum upp á ágætum stað, fjarri gluggum og ofnum til að fá sæmilega óskekkta mynd af hitastigi íbúðarinnar. Varði smá tíma í að testa hann með því halda um hann og sjá hvort kjarakaupin virkuðu ekki örugglega, sem þau gerðu.

Stökk á fætur í morgun án þess að láta "ímyndaðan" kulda tefja mig (eins og vill stundum gerast hér... tja og stundum annars staðar líka verð ég að viðurkenna) og leit á hitamælinn og hvað haldið þið að hann hafi sýnt?

Heilar fjórtán gráður. Já segi það og skrifa fjórtán, og fyrir þá sem skilja betur tölur en skrifuð orð þá læt ég það fljóta hér með: 14° hiti innandyra í forsælu og skjóli.

Svei mér þá ef ég er ekki farin að haga mér full mikið eins og nískupúkarnir í Frakklandi, ég bý nú einu sinni í héraðinu sem er þekkt um allt Frakkland fyrir nísku og nirfilshátt!
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com