Góðan dag
Ég er búin að vera á hlaupum í allan dag að sækja um húsaleigubætur og skrá mig í skólann, ágætis tilbreyting! Annars keypti ég mér bara heila sjónvarpsseríu á laugardaginn til að hafa e-ð að dunda mér við á kvöldin. Lofaði sjálfri mér að horfa bara á einn þátt í einu svo serían dugi út nóvember en á öðru kvöldi sprakk ég og horfði á tvo þætti.... nú er að sjá hvernig þetta fer í kvöld, á þriðja kvöldi ;-)
Segjum þetta gott í dag