Gleymdi að hneykslast á einu í morgun og það brennur mjög á mér.
Fór í trilljón skipti til sjúkraþjálfara í sumar og það er sko ekkert ókeypis. Sótti um sjúkrastyrk og fékk, en styrkurinn er að hámarki 15000 yfir árið (sem er rétt fyrir 7 skiptum). Hvað kom svo í ljós, það þarf að borga skatt af þessu þannig að ég fékk heilar 9460 krónur!!!!
Já ég veit ég er vanþakklát en hnusss samt.