Hér fór að snjóa í morgun og það var bara frekar jólalegt að horfa út á þakið mitt en það er það eina sem ég sé út um gluggann, þak og svo hlaðinn steinveggur án glugga.
Geri ekki ráð fyrir að snjóinn festi en þetta var ágætis tilbreyting frá gráum hversdagsleikanum.
Fólk hér er ánægt þar sem allt verður hvítt og fínt og hundaskíturinn sést ekki lengur, ég persónulega vil frekar sjá hann svo ég geti sveigt framhjá.