Jarðskjálfti við Martinique
Ég veit að þetta er ekkert fyndið en ég gat nú varla annað en brosað út í annað yfir fréttunum í morgun. Það varð sem sé jarðskjálfti í gærkvöldi, annsi harður að vísu. Það dó enginn sem betur fer (nema ein kona sem fékk hjartaáfall en það hefði svo sem getað gerst hvenær sem var) og aðeins nokkrir særðust. Einn (nú eða ein, veit ekki hvort kynið var svona svo femínistar fari ekki að taka mig í gegn líka) vegna þess að í panikinu í skjálftanum ákvað hann að stökkva út um gluggann á íbúðinni sinni.......