Kuldi og aftur kuldi, ætlar þetta engan enda að taka?
Sá á moggabloggi í dag hjá Púkanum þessa klausu:
"Sjáið til dæmis þetta lyklaborð hér. Það lítur ósköp venjulega út, en er sérstakt fyrir þær sakir að það er með innbyggða hitara í hnöppunum. Já, það er hægt að skrifa á borðið og hlýja sér á fingurbroddunum samtímis."
Púkinn er svo með mynd af þessu fína lyklaborði og svo finnst honum þetta undarleg uppfinning og heldur að það séu einungis þeir sem vélrita í snjóhúsum sem þurfa á svona löguðu að halda. Ég vildi glöð vera með eitt svona lyklaborð.
Svo held ég líka að ég fari að stunda prjónaskap, vildi glöð eiga ullarpils og ullarteppi og ullar sjal og bara allt úr ull. Hef á tilfinningunni að ég hafi verið einn frostklumpur síðan ég flaug burt af "Klakanum". Hlakka til jólanna, auðvitað verður gaman að sjá alla og jólin og svona en aðal tilhlökkunin á þessari stundu er að geta staðið innan dyra án trefils og að vera bara nokkuð afslöppuð en ekki í kuldakeng.
Jólagjöfin í ár er sem sé lyklaborð með hita í tökkunum (samt ekki.....)