Takk fyrir afmæliskveðjurnar, það er alltaf gaman að fá kveðjur.
Deginum var að mestu eytt hér í skólanum en þó fór ég í bíó, sá Cassandra´s Dream, nýju Woody Allen myndina sem var bara alveg þokkaleg. Svo fór ég út að borða á Mexikönskum veitingastað hér í borg. Restum dagsins var svo varið í að koma sér að mestu fyrir í íbúðinni margumtöluðu. Nú er ég sem sé næstum búin að koma mér fyrir, fékk lánaða teskeið í kantínunni til langtímaláns í dag þar sem ég á enga slíka...... já ég veit ekki alveg hvenær langtímalán er langtímalán og hvenær stuldur :-/
Hef ekkert fleira að segja, helginni verður eitt í sjóveiki við smásjárnar. Vona að þið skemmtið ykkur fyrir mig um helgina :-)
Góða helgi