Tvær örsögur:
Döðluát eða/og ormaát
Keypti mér döðlur og gæddi mér á þeim af innlifun þar til ég fann orm í einni og svo annarri stuttu seinna. Hægði á döðluátinu en vegna þess hve ég er sólgin í þær get ég ekki hent þeim og látið alveg í friði, ormar=prótein sem er gott þegar maður er latur við að steikja sér kjöt til átu.
Frakkar og verkföll
Eins og flestir vita logar hér allt í verkföllum. Í gær vissi ég varla hvernig ég átti að hegða mér þegar allt í einu varð rafmagnslaust hér í skólanum. Þetta getur alltaf komið fyrir en orðrómurinn á ganginum var sá að verfallssinnar hafi tekið rafmagnið af! Ég varð mjög egósentrísk og skildi ekki hvers vegna franskir verkfallssinar væru að taka biturð sína út á MÉR, alsaklausri íslenskri snót sem þurfti að nota rafmagnstæki langt fram á nótt. Tapaði níu tíma vinnu (sem betur fer bara tímanum sem ég hefði getað unnið en ekki unnum tímum, þ.e. tapaði engum gögnum).
Já svona var nú það.