Bergrún
fimmtudagur, desember 20, 2007
 
Nú hefur verið kalt hér svo lengi að fólk þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af að sökkva í hundaskítinn, áhyggjuefnið er að hnjóta ekki um hann (ja nema auðvitað þann sem er alveg ferskur en úr honum ætti að rjúka ekki satt?).

Já ég er farin að hlakka til að komast heim í hlýjuna, bæði utan og innan dyra :-) Er frekar svona óbeinskeitt í aðkomu minni að verkefninu, þykist þurfa að taka til á skrifstofunni áður en ég hverf héðan í rúman mánuð.

Var ótrúlega fyrirhyggjusöm í gær, þvoði þvott og afþýddi ískápinn þannig að klukkan 5.30 í fyrramálið get ég slegið út rafmagninu og gengið á braut með þurr föt í poka. Hæ hæ ég hlakka til.....
 
þriðjudagur, desember 18, 2007
 
Það styttist óðum í jólin, ég var (eins og svo oft áður) í mun meira jólaskapi í nóvember en núna. Kannski hellist það allt yfir mig um leið og ég stíg fæti á íslenska grund, vona það eiginlega.

Annars er ég nú búin að kaupa flestar jólagjafir en ég er ekki enn farin að huga að jólakortunum, aldrei að vita nema ég komi á nýrri hefð og sendi þorrakort! Verst að vera svona löt við þetta því að er jú svo gaman að fá jólakort. Reyni að standa mig.

Var að vinna til 1.30 í nótt og er bara hálf vönkuð enn, ætli ég fari ekki bara snemma heim þrátt fyrir að ég hafi hlaupið eftir einni jólagjöfinni í hádeginu og verið fremur lengi á leiðinni. Tja kannski er ég komin í meira jólaskap en ég hugði, allavegana farin að huga að jólafríi!

Jólasveinarnir hafa ekki enn ratað til mín, enginn þeirra hefur fokið hingað í öllu rokinu, líklegast hafa áttirnar bara ekki verið réttar. Svo má líka vera að þeir þurfi að heyra íslensku hljóma út úm gluggana en þar sem ég hef bara útvarp og sjónvarp á frönsku og engan Íslendinginn til að spjalla við innan dyra þá er þetta líklegast allt vel skiljanlegt.
 
miðvikudagur, desember 12, 2007
 
Mér finnst svo skrítið hvernig fólk fer með þetta blessaða tjáningarfrelsi. Þó svo að allir megi lagalega séð segja það sem þeir vilja er þá þar með sagt að það verði að segja það? Eru allir búinir að gleyma því að aðgát skal höfð í nærveru sálar? Skrif geta sært þó svo að sá sem særir geri sér ekki alltaf grein fyrir því og mun auðveldara er að slengja fram illskeittum staðreyndum "framan í tölvuskjáinn" heldur en framan í einstakling.

Ég er eiginlega komin með hálfgert ógeð á þessum bloggheimi eða öllu heldur þeim athugasemdum sem fólk gerir við skrif annarra. Greinilegt að á Íslandi (sbr. að þessi komment eru gerð á íslenskum bloggsíðum) er urmull af öfgafullu fólki. Um leið og e-r segir e-ð þá er sá hinn sami oftast hafinn upp til himna einn tveir og tíu í athugasemdum og svo er einn og einn sem bendir á aðra sýn á málið og hann er hamraður í gólfið. Er þetta ekki svolítið öfugsnúið allt? Mér finnst þetta frekar svona eins og múgsefjun heldur en eðlileg skoðanaskipti.

Ég veit ekki hvað skal segja en mér finnst þessi þróun ekkert svo sniðug, það er sjaldnast sem málefnaleg gagnrýni er gerð á bloggskrif heldur verður þetta allt e-ð svo persónulegt og öfgafullt.

Þessar pælingar eru sprottnar af lestri athugasemda á moggablogginu í morgun. Ekki misskilja mig og hætta að skrifa komment hér :-)
 
mánudagur, desember 10, 2007
 
Komin heim frá Lyon og nú sé ég fram á "rólegar" tvær vikur hér í Clermont fyrir heimför. Æ svo verða þær ekkert rólegar frekar en aðrar vikur rétt áður en maður hoppar úr einu landi í annað!

Lyon var skemmtileg, ljósashow og fjör. Fór að vísu í Boujolais héraðið á laugardeginum og borðaði hjá vínbónda, fékk boð um að koma aftur í sept og tína vínber. Held að ég reyni bara að láta verða af því :-)

Annars fátt að frétta, nema stressið í maganum vex með hverjum deginum, held ég sé að fá panikkast núna í þessum töluðum orðum vegna þess hve þetta verkefni mitt tosast hægt áfram.

Serían aftur á móti rennur ljúflega hjá og bráðum verð ég tilbúin að horfa á þetta í sjónvarpinu hér, 3 sería byrjuð á fimmtudögum og já ég komin með sjónvarp heim til mín :-)

Jæja ætla að skrifa um gjóskulög í Steinadal, geri ekki ráð fyrir lesendur hér hafi mikinn áhuga á þeim svo ég skelli mér yfir í Wordskjalið mitt......
 
fimmtudagur, desember 06, 2007
 
Já ég hef áður rætt um sjálfstjórn en nú ætla ég að ræða sjálfsblekkingar. Þegar ég var búin að vinna í gær eða öllu heldur nennti ekki að halda áfram ákvað ég að fara bara og kaupa seríuna.... ákvað bara að nota franska kortið og þá kæmi gengið málinu ekkert við. Plataði sjálfa mig sem sé til að kaupa þetta dóterí strax og sat svo í gærkvöldi og horfði og horfði.

Annars er ég að fá sjónvarp í dag, gerði vöruskipti, losaði mig við fínu gaseldavélina mína og fékk sjónvarp í staðinn. Lét svo plata mig að kaupa e-a mubblu undir sjónvarpið með, lét nú vita að ég hefði ekkert við hana að gera en strákurinn hefur að stoðað mig við ýmislegt og hann bara þóttist ekki geta losað við mubbluna án sjónvarpsins.....

Svo nú veit ég ekki hvað verður um Kurt Wallander næstu kvöld, líklega verður hann staddur á sama stað í morðrannsóknum sínum.
 
miðvikudagur, desember 05, 2007
 
Þá er kominn 5. desember, dagur sem ég hef beðið svona hálfpartinn frá því að ég kláraði fyrstu seríuna sem ég keypti mér í haust. Ástæðan er sú að í dag kemur sería tvö í verslanir.

Ég hef svo sem nóg að gera og var því ekkert alveg viss um að hlaupa strax í búðina og kaupa seríuna. Svo fór evran að vaxa og vaxa en mér sýndist hún vera farin að lækka aftur í gær þannig að þegar ég rölti í skólann í morgun ákvað ég að kaupa seríuna ef evran væri komin niður fyrir 90 krónur. Var næstum farin að hlakka til, leit svo á gengið rétt áðan og þá stendur blessuð evran bara í rúmlega 91 kr.

Ég bíð sem sé aðeins með það að kaupa þessa dásemdar margumtöluðu seríu og held áfram að dunda mér við lestur glæpasagna á kvöldin. Svo fékk ég líka Bókatíðindin í pakka með lakkrís og fleiri íslenskum kræsingum svo ég hef nóg að gera þó svo að serían vermi hillur verslunarinnar ögn lengur.

Samt vona ég nú að evran fari niður fyrir 90 fljótlega ;-)
 
mánudagur, desember 03, 2007
 
Komin aftur "heim" frá Toulouse. Þetta var hin ánægulegasta helgi, veitingastaður á föstudagskvöldið og göngutúr meðfram ánni, vá hvað ég sakna vatnsins. Laugardagurinn fór í afslöppun og verslunarferð, versluðum fyrir matarboð sem var um kvöldið. Fórum svo í bíó að sjá This is England, áhugaverð mynd.

Aðaldagurinn var svo sunnudagurinn, gærdagurinn. Fórum í Pýrenafjöllin og leigðum hesta. Frábær ferð, frábær dagur (kom næstum sólbrunnin heim, fann allavegana að ég hafði fengið sól í andlitið), frábær leiðsögumaður og enginn datt af baki!! Það hefði nú verið meira fall en af íslenskum "poný" eins og leiðsögumaðurinn vildi endilega kalla hið glæsta íslenska hrossakyn, en þetta voru samt frekar litlir hestar sem betur fer.

Svo tók ég flugvélina heim og þar sem þetta var bara smá rella sem rétt dreif upp fyrir skýin þá var ansi mikill hristingur á leiðinni, sérstaklega í lendingunni. Flugvélin hentist til og frá og var ekki bara að detta upp og niður (ef hægt er að detta upp) heldur sveiflaðist hún til og frá, kastaði til stélinu og ég bara veit ekki hvað. Engu að síður lentum við á endanum og enginn illa slasaður, sá ekki á neinum meira að segja (nú nema löppunum á mér en þar eru marblettir en ég get víst ekki kennt flugferðinni um þá, frekar hestaferðinni).

En til að halda jafnvægi í gleði og sorgum þá finn ég jafnmikið til í rassi og löppum í dag eins og það var gaman á baki í gær......
 
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com