Já ég hef áður rætt um sjálfstjórn en nú ætla ég að ræða sjálfsblekkingar. Þegar ég var búin að vinna í gær eða öllu heldur nennti ekki að halda áfram ákvað ég að fara bara og kaupa seríuna.... ákvað bara að nota franska kortið og þá kæmi gengið málinu ekkert við. Plataði sjálfa mig sem sé til að kaupa þetta dóterí strax og sat svo í gærkvöldi og horfði og horfði.
Annars er ég að fá sjónvarp í dag, gerði vöruskipti, losaði mig við fínu gaseldavélina mína og fékk sjónvarp í staðinn. Lét svo plata mig að kaupa e-a mubblu undir sjónvarpið með, lét nú vita að ég hefði ekkert við hana að gera en strákurinn hefur að stoðað mig við ýmislegt og hann bara þóttist ekki geta losað við mubbluna án sjónvarpsins.....
Svo nú veit ég ekki hvað verður um Kurt Wallander næstu kvöld, líklega verður hann staddur á sama stað í morðrannsóknum sínum.