Komin heim frá Lyon og nú sé ég fram á "rólegar" tvær vikur hér í Clermont fyrir heimför. Æ svo verða þær ekkert rólegar frekar en aðrar vikur rétt áður en maður hoppar úr einu landi í annað!
Lyon var skemmtileg, ljósashow og fjör. Fór að vísu í Boujolais héraðið á laugardeginum og borðaði hjá vínbónda, fékk boð um að koma aftur í sept og tína vínber. Held að ég reyni bara að láta verða af því :-)
Annars fátt að frétta, nema stressið í maganum vex með hverjum deginum, held ég sé að fá panikkast núna í þessum töluðum orðum vegna þess hve þetta verkefni mitt tosast hægt áfram.
Serían aftur á móti rennur ljúflega hjá og bráðum verð ég tilbúin að horfa á þetta í sjónvarpinu hér, 3 sería byrjuð á fimmtudögum og já ég komin með sjónvarp heim til mín :-)
Jæja ætla að skrifa um gjóskulög í Steinadal, geri ekki ráð fyrir lesendur hér hafi mikinn áhuga á þeim svo ég skelli mér yfir í Wordskjalið mitt......