Nú hefur verið kalt hér svo lengi að fólk þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af að sökkva í hundaskítinn, áhyggjuefnið er að hnjóta ekki um hann (ja nema auðvitað þann sem er alveg ferskur en úr honum ætti að rjúka ekki satt?).
Já ég er farin að hlakka til að komast heim í hlýjuna, bæði utan og innan dyra :-) Er frekar svona óbeinskeitt í aðkomu minni að verkefninu, þykist þurfa að taka til á skrifstofunni áður en ég hverf héðan í rúman mánuð.
Var ótrúlega fyrirhyggjusöm í gær, þvoði þvott og afþýddi ískápinn þannig að klukkan 5.30 í fyrramálið get ég slegið út rafmagninu og gengið á braut með þurr föt í poka. Hæ hæ ég hlakka til.....