Það styttist óðum í jólin, ég var (eins og svo oft áður) í mun meira jólaskapi í nóvember en núna. Kannski hellist það allt yfir mig um leið og ég stíg fæti á íslenska grund, vona það eiginlega.
Annars er ég nú búin að kaupa flestar jólagjafir en ég er ekki enn farin að huga að jólakortunum, aldrei að vita nema ég komi á nýrri hefð og sendi þorrakort! Verst að vera svona löt við þetta því að er jú svo gaman að fá jólakort. Reyni að standa mig.
Var að vinna til 1.30 í nótt og er bara hálf vönkuð enn, ætli ég fari ekki bara snemma heim þrátt fyrir að ég hafi hlaupið eftir einni jólagjöfinni í hádeginu og verið fremur lengi á leiðinni. Tja kannski er ég komin í meira jólaskap en ég hugði, allavegana farin að huga að jólafríi!
Jólasveinarnir hafa ekki enn ratað til mín, enginn þeirra hefur fokið hingað í öllu rokinu, líklegast hafa áttirnar bara ekki verið réttar. Svo má líka vera að þeir þurfi að heyra íslensku hljóma út úm gluggana en þar sem ég hef bara útvarp og sjónvarp á frönsku og engan Íslendinginn til að spjalla við innan dyra þá er þetta líklegast allt vel skiljanlegt.