Jæja þá er ég að hálfu risin upp úr flensu/kvefskratta. Þriðjudagurinn lagði mig í rúmið og miðvikudeginum var eytt þar líka með fyrstu bókinni af Ísfólkinu. Hana hef ég aldrei lesið svo það rættist bara úr veikindunum. Ákvað að koma mér í skólann í dag en hef á tilfinningunni að ég hefði átt að hvíla mig betur. Sjáum til hvort ég fæ þetta í bakið eða næ að hrissta þetta af mér fyrir framan tölvuskjáinn.
Annars tíðinda lítið af mínum vígstöðvum, það verður gaman að fylgjast með handboltanum næstu daga og svo flýg ég úr sælunni 4. febrúar. Vona að allt sé eins og það á að vera í frönsku íbúðinni minni.
Gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu!
Best að byrja á góðlegu nótunum :-)
Annars ætla ég að pirra mig á flugverðum í dag. Rétt leit inn á bókunarsíðu icelandair áðan og var aðeins að skoða verð á "heimferðinni". Fannst þau frekar dýr fargjöldin en var nú ekkert að pirra mig á því. Það sem fer í taugarnar á mér er að ég fann fargjald á um 16.ooo aðra leið einn ákveðinn dag og svo þegar ég skoðaði sama dag með öðrum heimkomu degi þá hækkar verðið. Hvers vegna má maður ekki fá lægsta verð sem til er á einum ákveðnum degi sama hvenær maður ætlar að koma heim? Þetta fer í taugarnar á mér, ekki nóg með að maður verði að leita og leita að sæmilegu verði heldur verður maður að hlýða fyrirtækinu og vera eins lengi/stutt og því hentar úti til þess að fá þetta sæmilega verð.
Jæja best að láta þetta ekki skemma daginn sem byrjaði svo ótrúlega vel