Bergrún
laugardagur, febrúar 23, 2008
 
23.febrúar 2008 á kaffihúsum í Clermont

Dásamlegt veður hér í Clermont, ég sat úti í allan dag í garðinum á peysu sem er meira að segja bara með kvartermum. Hef helst á tilfinningunni að ég hefði átt að snúa mér reglulega við því vinstir vanginn er frekar svona heitur, þó ég haldi nú að ég hafi ekki alveg brunnið, enda ekki í mál takandi að sólbrenna í febrúar.

Annars fátt í fréttum, ég er hálfpartinn farin að sjá eftir því að ætla að kíkja heim aftur, hefði betur átt að vera hér í góðviðrinu :-) Ísland hefur rétt rúma viku til að þýða af sér klakaböndin og koma gróðrinum í blóma til að taka á móti mér!
 
föstudagur, febrúar 15, 2008
 
Föstudagur föstudagur

Ég er að hugsa um að fara á skóútsölur, ég hlýt að vera með stærri fót en frönsk meðalgella og þess vegna hlóta að vera til skór í réttri stærð á súperútsölum! Samt vantar mig alls ekki meira dót til að bera heim, langt í frá.

Þessa dagana er ég að reyna að smala öllum sem ég þekki hingað út svo fólk geti tekið "nokkur" kíló með sér heim :-) Allt stefnir í (ef fólk gegnir) að ég geti hengt dót á 5 persónur hehehehe. Vegna þess að ég er nú góðhjörtuð ætla ég ekki að senda hvern og einn með 20 kg heim, verð að leyfa hverjum og einum að hafa smá farangur með sér út! Ætli ég semji samt ekki við uppáhaldsflugfélagið mitt (óþarfi að nafngreina það frekar) um að hleypa þessum 5 persónum ekki úr landi með meira en 5 kíló (já það er ferðataska, tvennar nærur og eitt sokkapar) Hver þarfnast svo sem annars? Hér verður hvort sem er svo heitt að sokkarnir verða óþarfir!
 
fimmtudagur, febrúar 14, 2008
 
Syngjandi glöð

Í dag er 14. febrúar og hér í Frakklandi er fólk að halda upp á Valentínusardaginn. Hér eru hjörtu í búðargluggum og ástarsöngvum stillt upp framalega í geisladiskabúðum. Það er nú samt ekki ástæða þess að ég er glöð í dag, ástæðan er önnur. Það er fullt að gera en ég sé fram úr því öllu, fullt af hlutum sem hafa ekki farið eins og þeir hefðu átt að fara en það breytir því ekki að hægt er að kippa þeim öllum í liðinn aftur.

Ég sit á 3 flugmiðum, sá fyrsti er heim til Íslands en þangað ætla ég á Raunvísindaþing (já gott að hafa ástæðu til að kíkja heim). Næsti er til Hollands en þar ætla ég að dvelja í um viku tíma í lok mars og svo hálfum mánuði seinna ætla ég að skreppa til Vínarborgar á aðra ráðstefnu.

Hvað annað.... jú veðrir hér í Clermont og bara Frakklandi öllu hefur verið óvenjumilt fyrir árstíma skilst mér á veðurfréttamönnunum (fyrsta skipti sem ég fæ veðurfréttir í æð hér í Frakklandi), svo milt að bændum er bent á það að líklega verður vatnsskortur í sumar svo betra er fyrir þá að sleppa maísræktinni í ár!

Fleira var það ekki, ætla að reyna að halda söngnum inni í kollinum á mér í dag þrátt fyrir að skemmtilegast væri að fara bara upp í fjöllin og góla hátt :-)
 
laugardagur, febrúar 09, 2008
 
Frakkland Frakkland

Þá er ég komin hingað út eina ferðina enn. Það er nú ósköp notalegt að vakna á morgnanna og hafa dagsbirtu, þ.e. fara á fætur með sólinni. Einnig er mjög ljúft að fara út í göngutúr um hádaginn og finna sólargeislana verma kinnarnar. Samt er ég að hugsa um að yfirgefa veðursældina og birtuna og koma aftur heim fyrr en áætlað var. Það er bara svo gott að vera á Íslandi :-) Minnið mig á þetta næst þegar ég fer að kvarta yfir landi og landanum ;-)

Íbúðin var í fínu ásigkomulagi, allt eins og þegar ég fór, sama fúkkalyktin í ganginum og ólyktin inni við. Ég skil ekki alveg hvers vegna ruslatunnan er látin standa í ganginum, ekki undarlegt að það verði undarlegur ilmurinn.

Nú eru allir krakkarnir sem voru með mér í masternum komin með titilinn Doktor, undarlegt hvernig tíminn líður. Skrítnast af öllu að ég mun líklega fá þennan titil líka fljótlega, já ég segi fljótlega því tíminn líður svo hratt, ég er svei mér þá farin að huga að fermingargjöfum 2007 barnanna!
 
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com