23.febrúar 2008 á kaffihúsum í Clermont
Dásamlegt veður hér í Clermont, ég sat úti í allan dag í garðinum á peysu sem er meira að segja bara með kvartermum. Hef helst á tilfinningunni að ég hefði átt að snúa mér reglulega við því vinstir vanginn er frekar svona heitur, þó ég haldi nú að ég hafi ekki alveg brunnið, enda ekki í mál takandi að sólbrenna í febrúar.
Annars fátt í fréttum, ég er hálfpartinn farin að sjá eftir því að ætla að kíkja heim aftur, hefði betur átt að vera hér í góðviðrinu :-) Ísland hefur rétt rúma viku til að þýða af sér klakaböndin og koma gróðrinum í blóma til að taka á móti mér!