Bergrún
fimmtudagur, febrúar 14, 2008
 
Syngjandi glöð

Í dag er 14. febrúar og hér í Frakklandi er fólk að halda upp á Valentínusardaginn. Hér eru hjörtu í búðargluggum og ástarsöngvum stillt upp framalega í geisladiskabúðum. Það er nú samt ekki ástæða þess að ég er glöð í dag, ástæðan er önnur. Það er fullt að gera en ég sé fram úr því öllu, fullt af hlutum sem hafa ekki farið eins og þeir hefðu átt að fara en það breytir því ekki að hægt er að kippa þeim öllum í liðinn aftur.

Ég sit á 3 flugmiðum, sá fyrsti er heim til Íslands en þangað ætla ég á Raunvísindaþing (já gott að hafa ástæðu til að kíkja heim). Næsti er til Hollands en þar ætla ég að dvelja í um viku tíma í lok mars og svo hálfum mánuði seinna ætla ég að skreppa til Vínarborgar á aðra ráðstefnu.

Hvað annað.... jú veðrir hér í Clermont og bara Frakklandi öllu hefur verið óvenjumilt fyrir árstíma skilst mér á veðurfréttamönnunum (fyrsta skipti sem ég fæ veðurfréttir í æð hér í Frakklandi), svo milt að bændum er bent á það að líklega verður vatnsskortur í sumar svo betra er fyrir þá að sleppa maísræktinni í ár!

Fleira var það ekki, ætla að reyna að halda söngnum inni í kollinum á mér í dag þrátt fyrir að skemmtilegast væri að fara bara upp í fjöllin og góla hátt :-)
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com