Bergrún
Enn er andinn ekki kominn yfir mig.
Holland er enn jafn skemmtilegt fyrir hjólamenninguna sína, dásamlegt að sjá strauminn af fólki renna framhjá, allir eru e-ð svo afslappaðir og enginn að rembast neitt áfram. Líklega þarf slíkt í landi sem er örsmátt og troðfullt af fólki! Frétti að um daginn var umferðateppan í landinu meira en 800 km!!!! Glætan segi ég bara
Ég er búin að greina og greina og greina og sit nú uppi með "böns" af niðurstöðum, gangi mér vel að vinna úr þeim öllum. Ég veit hvað ég hef að gera næstu daga.
Helst langar mig til að flýta fluginu "heim", veit bara ekkert hvað ég á af mér að gera hér lengur. Langar að komast í súpermarkað með vörum sem ég þarf ekki að skoða vel heldur get bara gripið það með sem mig vantar, já og svo væri líka ágætt að vera með eldhús og ískáp en ekki bara svalir.
Annars fékk ég hálfgert menningarsjokk hér í gær. Ég ætlaði að fara að fá mér specialitet Hollands að borða hjá herra McDonalds en bara hrökklaðist út vegna þess að ég gekk á reykjarvegg þegar ég opnaði! Hélt e-n veginn að þetta væri liðin tíð þar sem meira að segja Frakkar eru búnir að banna reykingar á veitingastöðum!
Jamm, nú ætla ég að fara að leita mér að e-u að borða, er bara hálf tóm að innan eftir eintómt kálát síðustu daga. Jamm kál og jógúrt það er uppistaða minnar fæðu þessa dagana mmmmmm.
Löngu kominn tími á blogg, málið er bara að ég nenni ekki að sitja við tölvuna þegar ég er á Íslandi. Nú er ég komin til Utrecht í Hollandi. Sit hér inni á rándýru hótelherbergi, mun dýrara núna en þegar ég pantaði það en þá var það þegar dýrt!!!!
Sjarminn sem ég sá yfir borginni er alveg horfinn, hér sit ég í snjókomu og svitalykt, töskulaus með táfýlu og svei mér ef það vottar ekki bara strax fyrir heimþrá! En... það þýðir lítið að leggjast í volæði, hér hef ég nóg að gera næstu daga og mun standa mig með sóma í því öllu.
Andinn er langt frá því að vera yfir mér, ég ætla bara að njóta þess að hafa netið hjá mér þessi kvöld :-) Bið að heilsa ykkur öllum.
Jæja nú ætla ég að segja frá nokkru sem varla er í frásögu færandi.
Ég ákvað að vera góð við sjálfa mig í dag eftir langa og stranga viku . Pantaði mér því tíma í andlitshreinsun og sá fyrir mér afslöppun og andlitsnudd og alls konar dekur.
Óskin var nú að nokkru, og bara svei mér öllu, leyti uppfyllt en innifalið var fleira sem ég hafði ekki óskað mér.
Augabrúnabrúskarnir mínir fóru óskaplega fyrir brjóstið á frönsku frúnni sem sá um mig og hún ákvað með sjálfri sér að gera nú e-ð í málinu. Ég tók skýrt og greinilega fram að hún mætti alveg snyrta þær "aðeins" enda má nú alveg við því svona stundum þrátt fyrir að ég hafi lagt allan minn metnað í viðhald brúskanna gegnum tíðina :-) Nú þegar ég svo stóðu upp var höfuðið á mér hálfu léttara! Ég varla þekki sjálfa mig!!!
Jú jú þetta er eflaust voðalega fínt og allt það en ég er bara ekki nógu dugleg til að nenna að halda í við grósku brúskanna þannig að ég hef bara verið sátt við þessa grósku hingað til :-)
Já svona er það, maður lendir í ýmiskonar hremmingum í útlandinu. Já og ef þið sjáið e-n sem minnir á hina gömlu Bergrúnu í næsta mánuði þá er það líklega bara hin brúskalausa ég ;-) ég verð á Klakanum hehehe.
Hafið það gott og varið ykkur á andlitshreinsunum og sérstaklega frönskum frúum (eða er það frúm eða jafnvel frýjum ;-)).