Bergrún
laugardagur, mars 01, 2008
 
Jæja nú ætla ég að segja frá nokkru sem varla er í frásögu færandi.

Ég ákvað að vera góð við sjálfa mig í dag eftir langa og stranga viku . Pantaði mér því tíma í andlitshreinsun og sá fyrir mér afslöppun og andlitsnudd og alls konar dekur.
Óskin var nú að nokkru, og bara svei mér öllu, leyti uppfyllt en innifalið var fleira sem ég hafði ekki óskað mér.

Augabrúnabrúskarnir mínir fóru óskaplega fyrir brjóstið á frönsku frúnni sem sá um mig og hún ákvað með sjálfri sér að gera nú e-ð í málinu. Ég tók skýrt og greinilega fram að hún mætti alveg snyrta þær "aðeins" enda má nú alveg við því svona stundum þrátt fyrir að ég hafi lagt allan minn metnað í viðhald brúskanna gegnum tíðina :-) Nú þegar ég svo stóðu upp var höfuðið á mér hálfu léttara! Ég varla þekki sjálfa mig!!!

Jú jú þetta er eflaust voðalega fínt og allt það en ég er bara ekki nógu dugleg til að nenna að halda í við grósku brúskanna þannig að ég hef bara verið sátt við þessa grósku hingað til :-)

Já svona er það, maður lendir í ýmiskonar hremmingum í útlandinu. Já og ef þið sjáið e-n sem minnir á hina gömlu Bergrúnu í næsta mánuði þá er það líklega bara hin brúskalausa ég ;-) ég verð á Klakanum hehehe.

Hafið það gott og varið ykkur á andlitshreinsunum og sérstaklega frönskum frúum (eða er það frúm eða jafnvel frýjum ;-)).
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com