Löngu kominn tími á blogg, málið er bara að ég nenni ekki að sitja við tölvuna þegar ég er á Íslandi. Nú er ég komin til Utrecht í Hollandi. Sit hér inni á rándýru hótelherbergi, mun dýrara núna en þegar ég pantaði það en þá var það þegar dýrt!!!!
Sjarminn sem ég sá yfir borginni er alveg horfinn, hér sit ég í snjókomu og svitalykt, töskulaus með táfýlu og svei mér ef það vottar ekki bara strax fyrir heimþrá! En... það þýðir lítið að leggjast í volæði, hér hef ég nóg að gera næstu daga og mun standa mig með sóma í því öllu.
Andinn er langt frá því að vera yfir mér, ég ætla bara að njóta þess að hafa netið hjá mér þessi kvöld :-) Bið að heilsa ykkur öllum.