Ég óska eftir námskeiði í því að klára hluti sem ég byrja á! Ég er með óendanlega mörg verkefni sem ég hef byrjað á en aðeins örfá sem ég hef klárað. Hvað er til ráða??
Já 7. apríl þetta er meiri dagurinn. Ég er búin að vera súperpirruð í allan dag og svo fékk ég leiðindafréttir seinni partinn. Það góða við þær var að ég sá að mér í óþarfa pirringi, til hvers að flækja lífið meira en þörf er? Höfum við það ekki flest mjög gott? Ég hef yfir fáu að kvarta og ætti að reyna að muna það frekar en að búa til ekki aðeins úlfalda úr mýflugu heldur heilu úlfaldalestirnar. Fannst það nokkuð gott þegar þetta var sagt við mig.
Ég ætla að reyna að hætta að gera úlfaldalestir :-)