Já þá er hrekkjalómadagurinn að baki! Ég sá að það væri því sem næst ómögulegt að láta ykkur hlaupa apríl í raunveruleikanum þannig að ég gerði mitt til að koma ykkur í nethlaup.... og mér sýnist það hafa tekist með nokkra hehehe
Annars fínt að frétta, vorið er að koma hér, trén að fá á sig sæmilegustu slikju og spáð 20 stiga hita í suðurfrakklandi í dag, fer svo kólnandi þegar líður á vikuna.
Fleira var það ekki.