Bergrún
þriðjudagur, apríl 22, 2008
 
Jæja þá hafa allir flugmiðarnir sem ég sat á hér í byrjun árs verið notaðir! Ég á ekki einn einasta flugmiða í dag og er eiginlega farin að hafa áhyggjur af þessu eignaleysi mín, hvernig ætla ég að komast heim í sumar? Kíkti í fljótheitum á verð aðra leið um miðjan júni (nú er sagt að það sé hægt að kaupa bara aðra leið) og hjá uppáhaldsfélaginu voru mér boðin kostakjörin rúmlega 37 þús krónur! Já þetta er svei mér hræbillegt! Hjá hinu félaginu voru kjörin ögn skárri en mér ofbauð engu að síður, rúm 21 þús.

Að öðrum og skemmtilegri málum. Ég er komin aftur til baka frá Vínarborg og ef þið eruð búin að gleyma því (ég hlýt að hafa sagt frá því 2005) þá er þessi borg alveg dásamleg. Ef þið eruð að leita ykkur að borgarferð þá mæli ég eindregið með heimsókn til Vínarborgar.

Ég var nú samt ekki eins dugleg að skoða mig um í borginni þetta árið því ég var svo upptekin á ráðstefnunni minni. Tókst að flytja erindið mitt skammarlaust og jafnvel bara með sóma þrátt fyrir að ég hafi nú líklegast talað örlítið of hratt. Hægi bara á mér næst :-)

Og þá er komið að aðalfréttunum. Hér er spáð sumri og sól frá og með fimmtudeginum! Líklega hafa Frakkar (eða í það minnsta franskir veðurfræðingar) séð að sér og ákveðið að taka upp gamla og góða íslenska siði og fagna sumri þennan fimmtudaginn. Sem sé íslenska sumarið heldur innreið sína í Frakklandi með 20-27 stiga hita á fimmtudag. Jibbbbbbí

Lifið heil
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com