Sælt veri fólkið
Mér sýnist á öllu að ég verði að skella mér aftur í grunnskólann!! Já ég viðurkenni það hér með fúslega að stafsetningin mín er ekki upp á tíu og auðvitað er það ekki til sóma að skrifa slakan texta fullan af villum, alls ekki. Lofa að reyna að taka mig á, glugga jafnvel í orðabók ef hún er við höndina. Þetta ætti ég að tileinka mér á fleiri tungumálum því letin í mér er slík að ég hef nú búið í Frakklandi í á fimmta ár og hef enn ekki fjárfest í franskri orðabók!
En það sem ég vildi sagt hafa er að það er sorglegt að sjá hvernig farið er með okkar ástkæra móðurmál, það er að sífellt að verða blæbrigðalausara að mér finnst. Takið til dæmis eftir því hvað fólk notar mikið orðið búið... það er búið að þessu og hinu en ekkert hefur verið gert... ef þið "fattið mig" ;-)
Ég mun reyna að taka mig á, byrja á því að lesa meira af bókmenntaverkum sem eru skrifuð á fullkominni íslensku, þannig kannski næ ég betri tökum á eigin tungu.