Bergrún
laugardagur, maí 24, 2008
 
Eftir blogghvatningu er ekki annað hægt en að blogga meira :-)

Ég hringdi í góðgerðarfélag og gaf þeim húsgögnin mín. Menn á þeirra vegum mæta 5. júní og tæma íbúðina mína. Hvort þetta er af góðmennsku gert eða ekki veit ég varla, í rauninni geri ég þetta eingöngu vegna þess að þetta er auðveldasta leiðin fyrir mig að losna við draslið (gat þó selt tvo litla sæta bláa stóla og einn lampa).

Það verður sem sé fjör hjá mér í tómri í búð frá 5.-8. júni en að kveldi þess 8. mæta leigusalarnir mínir (vonandi með trygginguna mína í vasanum) og taka út íbúðina með það í huga hvort ég hafi gert rispur og holur e-s staðar og síðast en ekki síst munu þau athuga hvort ég sé snyrtileg snót eða subbulína! Það eina sem kerlan sagði við mig þegar ég bað um "rendezvous" til að skila lyklunum var að ég yrði að skila öllu HREINU! En ekki hvað?

Ég væri alveg til í að tíminn liði hraðar þrátt fyrir að hann líði í raun of hratt... jamm smá öfugmæli en mig langar heim og því má tíminn herða á sér en á sama tíma gengur blessaða verkefnið mitt ekki neitt þessa dagana og því fer tíminn sér aðeins of greitt. Já kannski má kalla þetta enn eina útgáfu af tilvistarkreppu, kreppa sem herjar sérstaklega á mig og hefur gert síðustu ár :-) Ekki veit ég hvað ég gerði án hennar!

Jæja Júróvision í kvöld. Áfram Ísland... er byrjað að selja miða á atburðinn á vellinum að ári?
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com