Bergrún
miðvikudagur, maí 28, 2008
 
Eitt þykir mér undarlegt. Á hverju vori þegar ég heyri um góða veðrið á Íslandi þá verð ég öfundsjúk! Þrátt fyrir það að ég er stödd í landi þar sem er heitara og "betra" veður en almennt verður á eyjunni góðu, jafnvel þegar best verður.

Þessa dagana get ég ekki hrópað húrra yfir veðrinu hér í Clermont. Síðan himnarnir opnuðust í Disney landi fyrir um tveimur vikum (einni og hálfri ok) hafa þeir bara ekkert lokast aftur. Fólk hér hefur áhyggjur af kirsuberja uppskerunni, þetta er tíminn þegar berin hafa lítið við vatn að gera, það eina sem þau þarfnast eru sólargeislarnir. Ég er nú hrædd um að Frakkarnir eigi eftir að nota þessa setningu: "il manque un peu de soleil" (það vantar aðeins sól) oft þegar þeir fá sér kirsuber í ár.... nema það fari að stytta upp fljótlega. Vá hvað ég vona að kirsuberin fari að roðna!

Í framhaldi af þessu kemur smá spekúlering um íslenska sumarið sem skollið er á. Ég er svartsýnismanneskja, trú ekki að tvö sumur í röð verði frábær á Klakanum og hef á tilfinningunni að það verði vætusumar. Hvernig er hægt að sætta sig við franskt vætuvor og að fara svo heim í íslenskt vætusumar?

Vonandi eru þetta óþarfar áhyggur (heitir þetta ekki að gera úlfalda úr mýflugu? Að búa til vandamál þar sem engin eru í stað þess að lifa bara í núinu og taka því sem lífið býður með opnum örmum þegar það kemur?)
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com